Fornámsdeild

Myndlist, hönnun, arkitektúr

Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun
og listum á æðra skólastigi

Myndlistaskólinn á Akureyri býður upp á hnitmiðað 72 fein eininga heildstætt nám í sjónlistum veturinn 2016-2017. Námið er skipulagt með hliðsjón af aðalnámskrá framhaldsskóla og í því felst listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs.

Skóli með sterkan prófíl

Myndlistaskólinn á Akureyri er lítill en góður sjálfstæður skóli með sterkan prófíl sem reynir eftir föngum að laða til sín hæfileikaríka einstaklinga og skapa þeim skilyrði til að þroskast og ná árangri. Markmiðið er að mennta fagfólk með sterkan grunn sem tilbúið er til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Námið er einstaklingsmiðað og sveigjanlegt. Skólinn leggur áherslu á að fá sérfræðinga, gott fagfólk og snjalla myndlistamenn til að koma inn og vinna með nemendum að tilteknum verkefnum.

Aðstaðan í skólanum er mjög góð og stenst samanburð við það besta í heiminum.
Skólinn kappkostar að vera vel samkeppnishæfur með því að búa vel að starfinu í skólanum.

FORNÁMSDEILD - myndlist, hönnun og mótun