Námskeið

fyrir börn og unglinga

Haustönn 2023 hefur verið aflýst.

Barna og unglinganámskeið

Námskeið fyrir börn hafa ávallt skipað veglegan sess í starfsemi skólans. Þau eru hugsuð sem viðbót við það námsframboð sem boðið er upp á í grunnskólanum og er ætlað að glæða áhuga nemendanna á sjónlistum og örva sköpunargleði þeirra á markvissan hátt. Verkefnin sem nemendur fá að glíma við eru fjölbreytt bæði hvað varðar efni og innihald. Kennd eru undirstöðuatriði teiknunar, mótunar og málunar auk tölvuteiknunar.Í kennslunni er gengið er út frá því að öll börn hafi hæfileika til að skapa - upplifa og njóta lista. Innlögn verkefna hverju sinni miðar að því að auka og dýpka skilning á menningu og listum.

Listsköpun, listasaga, listgagnrýni og fagurfræði eru hugtök sem unnið er með. Nemendur og kennari ræða saman um viðfangsefnið, bæði eigin verk barnanna og verk fullorðinna listamanna. Nemendur læra að sjá og upplifa í stað þess að horfa af vana á hlutina og fá þjálfun í að mynda sér sínar eigin skoðanir og rökstyðja þær. Þannig þroskast næmi nemendanna og sjónræn eftirtekt sem gerir þá læsa á umhverfið.

Myndlistanámskeið fyrir börn

ATH að skólinn er í nýju húsnæði. Kaupvangsstræti 14 (bakhús).

MYNDLIST I 7- 8 ára.

MYNDLIST II 9- 10 ára.

MYNDLIST III 11- 12 ára.

MYNDLIST FYRIR UNGLINGA 13-16 ára.

Haustönn 2023 hefur verið aflýst.

Innritun í síma:
462 4958